GRÓ IS
Nemendur Jarðhitaskóla GRÓ 2024 ásamt starfsfólki skólans, kennurum og öðrum sem tengjast starfsemi skólans.
20 nóvember 2024

Jarðhitaskóli GRÓ útskrifar 26 nemendur frá 13 löndum

Tuttugu og sex nemendur frá þrettán löndum í Afríku, Asíu og Suður Ameríku útskrifuðust úr sex mánaða námi Jarðhitaskóla GRÓ 14. nóvember síðastliðinn. Þetta er 45. nemendahópur Jarðhitaskólans en í fyrsta skipti í sögu skólans voru konur í meirihluta útskriftarnema, eða 14 konur og 12 karlar.
GRÓ IS
16 október 2024

Góður árangur af starfi GRÓ staðfestur í viðamikilli úttekt

Viðamikil óháð úttekt fyrirtækisins GOPA á starfi GRÓ skólanna, það er Jafnréttisskólans, Jarðhitaskólans, Landgræðsluskólans og Sjávarútvegsskólans, á árunum 2018–2023 staðfestir góðan árangur af starfi þeirra. Í úttektinni eru lagðar fram 37 tillögur til úrbóta er varða skólana og GRÓ miðstöðina.
GRÓ IS
6 september 2024

Gistiaðstaða fyrir GRÓ - Forkönnun

GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu leitar að gistiaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu til langtímaleigu, fyrir 25–50 einstaklinga frá og með 1. september 2025 (eða eftir samkomulagi). Um er að ræða langtímaleigu til 3–5 ára, með möguleika á framlengingu.
GRÓ IS
Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ og Berglind Orradóttir, starfandi forstöðumaður Landgræðsluskóla GRÓ, með nemendahópnum 2024 við útskriftina.
29 ágúst 2024

Landgræðsluskóli GRÓ útskrifar 23 sérfræðinga frá Afríku og Asíu

Landgræðsluskóli GRÓ útskrifaði í gær 23 sérfræðinga á sviði sjálfbærrar landnýtingar og endurheimtar vistkerfa. Nemendurnir koma frá níu samstarfslöndum skólans í Afríku og Asíu. Um er að ræða fyrsta skiptið þar sem nemendur frá Kenía útskrifast úr skólanum en hinir nemendurnir eru frá Gana, Kirgistan, Lesótó, Malaví, Mongólíu, Nígeríu, Úganda og Úsbekistan.
1.767
nemendur hafa útskrifast frá GRÓ-skólunum fjórum
111
skólastyrkþegar hafa lokið meistaranámi
24
skólastyrkþegar hafa lokið doktorsnámi
5.494
nemar hafa sótt styttri námskeið í samstarfslöndum

Um UNESCO

UNESCO er mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Markmið stofnunarinnar er að stuðla að friði með alþjóðlegri samvinnu í menntun, vísindum og menningu.

Nánar