Skipulag

GRÓ - Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfar undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).

GRÓ er lögaðili undir leiðsögn og yfirumsjón stjórnar, sem skipuð er af utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Íslands, en miðstöðin heyrir undir ráðuneytið.

GRÓ gerir þjónustusamninga við hlutaðeigandi stofnanir á Íslandi á sviði fiskveiða, jarðvarmaorku, kynjajafnréttis og landgræðslu um að hýsa fjóra skóla sem koma saman innan GRÓ.

Grunnfjármögnun GRÓ er hluti fjárveitinga til opinberrar þróunarsamvinnu undir stjórn utanríkisráðuneytisins. Til viðbótar við grunnfjármögnun aflar GRÓ fjár utan frá, mestmegnis með mótframlögum frá samstarfsstofnunum, með öflun styrkja og með þátttöku í alþjóðlegum verkefnum.