News Fréttir á íslensku

Gistiaðstaða fyrir GRÓ - Forkönnun

6 september 2024
Gistiaðstaða fyrir GRÓ - Forkönnun

Gistiaðstaða á höfuðborgarsvæðinu fyrir 25-50 einstaklinga

- FORKÖNNUN -

GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu leitar að gistiaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu til langtímaleigu, fyrir 25–50 einstaklinga frá og með 1. september 2025 (eða eftir samkomulagi). Um er að ræða langtímaleigu til 3–5 ára, með möguleika á framlengingu.

      • Sérherbergi sem þurfa að vera búin rúmi, fataskáp, skrifborði og skrifborðsstól.
      • Sérbaðherbergisaðstaða æskileg.
      • Aðgangur að eldhúsi, þvottaaðstöðu og interneti nauðsynlegur.
      • Sameiginlegt rými eða félagsaðstaða er kostur.
      • Mikilvægt er að gistiaðstaðan sé vel tengd almenningssamgöngum.
      • Þá er einnig kostur að aðstaðan sé miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, eða nálægt þeim stöðum þar sem GRÓ-skólarnir sem munu nýta aðstöðuna starfa. (Hafnarfjarðarhöfn/ Keldnaholt/ Urðarhvarf).
      • Aðstaðan skal uppfylla kröfur um gististaði skv. reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfar á Íslandi undir merkjum UNESCO, sbr. reglugerð nr. 1260/2019. Miðstöðin er fjármögnuð af utanríkis-ráðuneytinu, sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Fólkið sem kemur til með að nýta gistiaðstöðuna eru sérfræðingar frá lágtekjuríkjum sem stunda nám við Jarðhitaskóla, Landgræðsluskóla og Sjávarútvegsskóla GRÓ.

Aðilar sem vilja taka þátt í forkönnun skulu senda fyrirspurnir og/eða ítarlegar upplýsingar um gistiaðstöðuna, verðhugmyndir, sem og hvað er innifalið, á netfangið: gro@grocentre.is fyrir 1. október 2024.

GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu áskilur sér rétt til að ganga til viðræðna við hvaða aðila sem er eða hafna öllum.