Fréttir

21 október 2022

Tuttugu og þrír sérfræðingar útskrifast frá Jarðhitaskóla GRÓ

Tuttugu og þrír sérfræðingar frá tólf löndum útskrifuðust frá Jarðhitaskóla GRÓ í gær. Hópurinn hefur dvalið á Íslandi við nám síðustu sex mánuði og er sá 43. sem lýkur námi við skólann. Alls hafa nú 766 nemendur frá 65 löndum lokið námi frá Jarðhitaskólanum. Þá hafa 79 lokið meistaranámi og fimm doktorsnámi við íslenska háskóla með stuðningi frá skólanum. Einnig hefur Jarðhitaskólinn haldið fjöldamörg styttri námskeið á vettvangi sem og á netinu.
Útrskriftarnemendur Landgræðsluskóla GRÓ.
19 september 2022

Nítján nemendur útskrifast frá Landgræðsluskóla GRÓ

Landgræðsluskóli GRÓ útskrifaði 14. september nítján sérfræðinga, sjö konur og tólf karla, frá átta löndum. Landgræðsluskólinn er eitt fjögurra þjálfunarprógramma sem rekin eru undir GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem starfar undir merkjum UNESCO og er ein af meginstoðum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Markmið miðstöðvarinnar er að byggja upp færni og þekkingu í þróunarlöndunum á sviðum þar sem sérþekking Íslendinga nýtist. Einnig eru starfandi á vegum GRÓ Jarðhitaskóli, Sjávarútvegsskóli og Jafnréttisskóli.
5 september 2022

GRÓ tók þátt í UNESCO deginum

GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu tók þátt í UNESCO deginum sem íslenska UNESCO nefndin skipulagði þann 1. september sl. Þar komu saman fulltrúar þeirra ráðuneyta, stofnana og annarra aðila sem tengjast starfi UNESCO á Íslandi á einn eða annan hátt. Dagurinn var kjörið tækifæri til að heyra af ólíku starfi sem tengist UNESCO á Íslandi, kynnast innbyrðis og skoða möguleika til frekara samstarfs. UNESCO dagurinn fór fram á Þingvöllum, sem er á Heimsminjaskrá UNESCO.
1 september 2022

GRÓ tekur í notkun húsnæði fyrir nemendur á Grensásvegi

GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu hefur tekið á leigu húsnæði að Grensásvegi 14 til að hýsa nemendur GRÓ, gestakennara og framhaldsnemendur á höfuðborgarsvæðinu. Fyrstu íbúar hússins, nemendur Jarðhitaskólans, flytja inn mánudaginn 5. september. Í húsinu er aðstaða til að hýsa allt að 28 manns og að auki góð félagsaðstaða fyrir nemendur. Með húsinu skapast því möguleikar fyrir nemendur GRÓ að kynnast og eiga aukin samskipti.
27 júní 2022

Ársskýrsla GRÓ 2020-2021 komin út

Fyrsta ársskýrsla GRÓ ̶ Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu er komin út. Skýrslan nær yfir fyrstu tvö árin í starfsemi miðstöðvarinnar, 2020-2021. GRÓ er sjálfstæð miðstöð sem tók til starfa 1. janúar 2020 og starfar undir merkjum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Miðstöðin fellur undir utanríkisráðuneytið sem sinnir eftirliti og umsýslu með framlögum til hennar.
Frá fræðslu- og umræðufundi GRÓ síðastliðinn föstudag.
25 janúar 2022

GRÓ skólarnir störfuðu með nokkuð eðlilegum hætti þrátt fyrir heimsfaraldur

Öllum skólunum fjórum sem starfa á vegum GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu tókst að halda starfi sínu áfram á síðasta ári með nokkuð eðlilegum hætti og taka á móti nemendum í sex mánaða þjálfunarnámið, þrátt fyrir ýmsar áskoranir tengdar COVID-19 heimsfaraldrinum. Mikil röskun varð á starfinu árið 2020 og þurftu þrír skólanna þá að fresta komu nemenda um eitt ár. Þeir komust hingað loks í fyrra en þá sóttu 90 sérfræðingar frá þróunarlöndunum þjálfun við skólana fjóra hér á landi. Að auki var aftur hægt að standa fyrir námskeiðum á vettvangi.