Fréttir á íslensku

Útskrift Sjávarútvegsskóla GRÓ miðvikudaginn 15. maí

14 May 2024
Útskrift Sjávarútvegsskóla GRÓ miðvikudaginn 15. maí

Útskrift 25. árgangs nemenda Sjávarútvegsskóla GRÓ fer fram miðvikudaginn 15. maí.

Athöfnin fer fram í hátíðarsal Hafrannsóknastofnunar, Fornubúðum 5 Hafnarfirði og hefst kl. 15:10

Strax að henni lokinni munu útskriftarnemendur kynna verkefni sín á sérstakri veggspjaldasýningu.

Smellið hér til að tengjast athöfn á netinu

Dagskrá:

15:10 - 15:15 Húsið opnar.

15:15 - 15:20 Forstjóri HAFRÓ, Þorsteinn Sigurðsson, býður gesti velkomna.

15:20 - 15:30 Skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Elín R. Sigurðardóttir, ávarpar samkomuna.

15:30 - 15:35 Stjórnarformaður GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, Jón Karl Ólafsson, ávarpar samkomuna.

15:35 - 16:05 Afhending útskriftarskírteina: Forstöðumaður Sjávarútvegsskóla GRÓ, Þór Heiðar Ásgeirsson, kynnir nemendur.

16:05 - 16:12 Fulltrúi nemenda, Eric T. S. Patten, frá Líberíu, ávarpar samkomuna fyrir hönd útskriftarhópsins.

16:12 - 16:15 Forstjóri HAFRÓ slítur athöfn.

16:15 - 17:00 Móttaka. Gestir eru hvattir til að kynna sér lokaverkefni nemenda á veggspjaldasýningunni fyrir utan hátíðarsalinn.

Alls munu 25 nemendur útskrifast frá Sjávarútvegsskólanum í ár.

Þeir koma frá 15 löndum í Rómversku Ameríku, Karabíska hafinu, Afríku, Asíu og Eyjaálfu -- 11 konur og 14 karlar.

Festir útskrifast af fiskveiðistjórnunarlínu (10), en fimm af hverri hinna þriggja, stofnstærðarlínu, fiskeldislínu og gæðastjórnunarlínu.

Frá upphafi hafa 488 nemendur lokið námi frá Sjávarútvegsskólanum frá yfir 60 samstarfslöndum.

Síða nemenda 2023-24