News

Verkefnastjóri

31 August 2023
Verkefnastjóri

GRÓ-FTP leitar að verkefnastjóra með ástríðu fyrir alþjóðlegu samstarfi í tímabundið starf til 31.5.2024.

Sjávarútvegsskóli GRÓ býður háskólamenntuðu fólki frá þróunarlöndum tækifæri til þjálfunar og rannsóknavinnu, með það að markmiði að efla hæfni þess, og stofnananna sem það starfa fyrir, til að nýta á sjálfbæran hátt lifandi auðlindir hafs og vatna.

Skólinn er hluti af GRÓ - Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem starfar undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).

Á þeim 25 árum sem Sjávarútvegsskólinn hefur verið starfræktur hafa um 500 manns lokið námi frá honum og yfir 40 hafa hlotið styrk til frekara framhaldsnáms á Íslandi. Auk námsins hér á landi skipuleggur skólinn og heldur styttri námskeið í samstarfslöndum sínum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þátttaka í skipulagningu og stjórnun á 6 mánaða þjálfunarnámskeiði Sjávarútvegsskóla GRÓ fyrir starfandi sjávarútvegssérfræðinga frá þróunarlöndum.
  • Veita þátttakendum í þjálfunarnámskeiði skólans persónulegan og faglegan stuðning á meðan þeir eru á Íslandi.
  • Styðja við kynningarverkefni skólans, þar á meðal viðhald á vefsíðu, gerð kynningarefnis, skrif fréttabréfa o.fl.
  • Aðstoð við verkefni er lúta að námskeiðum, vinnustofum og ráðstefnum í samstarfslöndum, þegar þörf krefur.
  • Önnur verkefni eftir þörfum.

Hæfniskröfur

  • Lokið háskólaprófi sem nýtist á áherslusviðum Sjávarútvegsskóla GRÓ, en þau eru: Stefnumótun og rekstur í sjávarútvegi; gæðastjórnun við meðhöndlun og vinnslu sjávarfangs; stofnstærðarmat, sjávarlíffræði og sjálfbært fiskeldi. Framhaldsmenntun er kostur.
  • Starfsreynsla á sviði sjávarútvegs: Við vísindastörf, stjórnsýslu eða innan fyrirtækja.
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku og íslensku.
  • Hæfni til að starfa í fjölmenningarlegu umhverfi.
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt og sem hluti af teymi
  • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Jákvætt viðmót, samstarfsvilji og lausnamiðuð nálgun.
  • Áhugi á þróunarsamvinnu og þeim verkefnum sem Sjávarútvegsskólinn vinnur að og vilji til að læra nýja hluti.
  • Þekking og reynsla af því að vinna með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eða reynsla af alþjóðlegri þróunarsamvinnu er æskileg.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsókn skal fylgja:

  • Ítarleg náms- og ferilskrá.
  • Afrit af prófskírteinum.
  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
  • Tilnefna skal að minnsta kosti tvo meðmælendur.

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknir til greina.
Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.
Hafrannsóknastofnun áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum umsóknum.

Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar.

Um Hafrannsóknastofnun

Hafrannsóknastofnun, rannsókna og ráðgjafastofnun hafs og vatna, er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði hafs- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Hún heyrir undir matvælaráðuneytið. Stofnunin rekur, auk aðalstöðvar í Hafnarfirði, starfsstöðvar vítt og breitt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hjá stofnuninni starfa að jafnaði um 190 manns í fjölbreyttum störfum.

Gildi stofnunarinnar eru: Þekking - Samvinna - Þor.

Nánari upplýsingar má finna á www.hafogvatn.is

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 11.09.2023

Nánari upplýsingar veitir

Julie Ann Ingham, Forstöðumaður Sjávarútvegsskóla - julie@groftp.is - 899 3623
Sigríður Elva Ármannsdóttir, Sérfræðingur á mannauðssviði - sigridur.elva.armannsdottir@hafogvatn.is - 834-2888

Smelltu hér til að sækja um starfið